Menu
Karfa 0

Um okkur

Fyrirtækið var stofnað 30. október 1990 af Víði Finnbogasyni hf. og einstaklingum hér á Ísafirði. Verslunin var fyrst til húsa að Aðalstræti 26, eða fram til 1993 er hún fluttist í húsnæði að Skeiði 1. Framkvæmdastjóri frá byrjun hefur verið Kristbjörn R. Sigurjónsson en hann og eiginkona hans Rannveig Halldórsdóttir keyptu fyrirtækið af Víði Finnbogasyni hf. 1996. 

Núpur ehf. lagði áherslu á sölu byggingarvara frá stofnun þess, en árið 2004 hófum við innflutning á skíðaáburði  frá Ítalíu en árið 2006 þá bættum við enn við innflutning skíðavara frá Svíþjóð, Finnlandi og Noregi.

Verslunin flutti í glæsilegt húsnæði 18.mars 2011 og opnaði undir nafninu CraftSport ehf. Austurvegi 2. 20 ára sögu okkar í sölu á byggingavörum er þar með lokið.  Í dag erum við með sérhæfða íþróttavöruverslun í miðbæ Ísafjarðar, seljum CRAFT fatnað, Madshus skíðavörur,ENERVIT orkudrykki,  Rode skíðaáburð, Bliz íþróttagleraugu, GT / Scwhinn reiðhjól og TYR sundfatnað.

Opnunartími:

10-18 mánudaga-föstudaga

11-13 laugardaga

Við veitum þér: 

  • Faglega ráðgjöf
  • Þægilegt viðmót
  • Hagstæð verð
Sími: 456 3110,
Netfang: craftsport@craft.is
Veffang: www.craft.is